Um Kort
Veldu
Valmynd
>
Kort
.
Með kortaforritinu geturðu skoðað kort af ýmsum borgum og löndum, leitað að
heimilisföngum og áhugaverðum stöðum og séð hvar þú ert staddur. Einnig er hægt að
velja leiðir og fá nákvæma leiðsögn.
Ef kort eru tiltæk í tækinu eða á minniskorti í tækinu er hægt að skoða þau án
nettengingar. Þegar flett er að svæði sem ekki er á kortum sem hlaðið hefur verið niður
í tækið er korti af svæðinu sjálfkrafa hlaðið niður um internetið. Ef til vill er beðið um
að valinn sé aðgangsstaður fyrir nettenginguna.
Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi
þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Suma þjónustu er ef til vill ekki hægt að fá í hvaða landi sem er og kannski er hún aðeins
í boði á tilteknum tungumálum.
Þegar þú opnar kortaforritið skaltu velja úr eftirfarandi:
Núv. staðsetn. — Skoða hvar þú ert staddur.
Nýleg. staðsetn. — Skoða staði sem flett hefur verið á.
Finna heimilisf. — Leita að tilteknu heimilisfangi.
Beina mér að — Sjá stefnuna að áfangastað, sýnda með beinni línu.
Vistaðar staðs. — Finna stað sem vistaður hefur verið í tækinu.
Skipuleggja leið — Skipuleggja leið.
Stillingar — Velja kortastillingarnar.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei skal
treysta eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.